Sport

Nissan ekki með í Dakar 2006

Lið Nissan hefur dregið sig úr keppni fyrir París-Dakar rallið á næsta ári.  Þetta þýðir það að skotinn Colin McRae þarf að finna sér nýtt keppnislið, en hann hefur verið aðalökumaður liðsins síðustu ár. Brian Carolin, aðstoðarforseti Nissan í Evrópu, sagði að með þáttöku sinni í Dakarrallinu hefði bílaframleiðandinn verið að auka áherslu sína á þróun bíla til aksturs utan vega, en nú hafi þeir ákveðið að snúa sér að öðrum áherslum og verði því ekki með í keppninni á næsta ári. Nissan höfðu þrisvar tekið þátt í keppninni og tvö síðustu ár hafði McRae verið aðalökumaður þeirra í hinni erfiðu keppni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×