Sport

Deildarbikarinn í dag

Þrír leikir fara fram í 2. riðli deildarbikarkeppni karla í knattspyrnu í dag. Nú kl. 13.05 taka Íslandsmeistarar FH á móti HK í Fífunni og kl. 15 mætast Fram og Keflavík. Í Boganum á Akueyri mætast Völsungur og KA kl. 17.15. KR og Keflavík eru efst í riðlinum með 5 stig eftir 3 leiki og Völsungur í 3. sæti með 4 stig einnig eftir 3 leiki. HK er í 4. sæti með 3 stig eftir 2 leiki, KA í 5. sæti með 2 stig eftir 2 leiki, FH í 6. sæti með 2 stig eftir 2 leiki eins og Fram sem er í sjöunda og næst neðsta sæti. Þrótur Reykjavík situr á botinum með 1 stig eftir 2 leiki. Einn leikur fer fram í deildarbikarkeppni kvenna í kvöld þegar Haukar og Keflavík mætast í Fífunni kl. 20.00 en keppni í kvennaflokki hófst nú um helgina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×