Sport

Gustavson skrifar undir á morgun

Sænski knattspyrnumaðurinn Erik Gustavson mun um hádegisbilið á morgun skrifa formlega undir samning við Fylkismenn, en ákveðið var að fá Gustavsson til félagsins fyrir nokkru síðan eftir að hann hafði dvalið hjá félaginu við æfingar. Samningur Gustavson mun gilda út komandi keppnistímabil í úrvalsdeildinni. Gustavsson, sem er 23 ára miðju- og sóknarmaður, kemur frá Örgryte í heimalandi sínu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×