Erlent

Drukku trépíritus

Sex manns voru flutt á sjúkrahús í Fredrikstad í vikunni eftir að hafa drukkið tréspíra. Einn maðurinn er orðinn blindur og fjórir liggja alvarlega veikir á sjúkrahúsi en ekkert þeirra er þó talið í lífshættu. Í samtali við Aftenposten sagðist Trond Eide læknir undrast þetta mjög því nú stæðu yfir réttarhöld yfir hinum alræmda bruggara Erik Fallo. Honum er gefið að sök að hafa síðastliðin þrjátíu ár bruggað eitraðan landa sem hefur dregið í það minnsta sjö manns til dauða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×