Sport

Ferdinand vill hafa Keane áfram

Rio Ferdinand vill að fyrirliðinn Roy Keane framlengi samning sinn við Manchester United en Ferdinand hefur sjálfur verið nefndur sem arftaki Keane sem fyrirliði. "Það var mikil upplifun að fá að vera fyrirliði en ég vil frekar að Keane haldi áfram," sagði Ferdinand. "Hann hefur gríðarleg áhrif á liðið í búningsherberginu og er eins góður og samherji getur orðið. Hann er okkur mjög mikilvægur." United mætir Everton á útivelli í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×