Sport

Akinbiyi seldur

Íslendingaliðið Stoke City hefur tekið tilboði Sheffield United í sína helstu stjörnu, framherjann Ade Akinbiyi sem gerði garðinn frægan með Leicester á sínum tíma. Akinbiyi, sem kom frítt til Stoke fyrir tveimur árum, hefur verið í fantaformi í ár og vakið áhuga stærri liða. Stoke fær 600 þúsund pund frá Sheffield fyrir sinn helsta markaskorara og 50 þúsund til viðbótar fari svo að félagið komist upp í úrvalsdeild að ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×