Sport

Bolton vill kaupa Diouf

Bolton Wanderers hafa staðfest að þeir vilja kaupa El Hadji Diouf frá Liverpool þegar tímabilið er búið en Senegalinn er á lánssamningi hjá Bolton frá þeim rauðu út tímabilið. Diouf hefur staðið sig vel á Reebok Stadium og eru forráðamenn Bolton farnir að huga að kaupsamning. "Ég held að hann vilji vera áfram og við viljum halda honum," sagði Phil Gartside stjórnarformaður Bolton. "Núna er bara spurning um að ná samkomulagi um kaupverð við Liverpool".



Fleiri fréttir

Sjá meira


×