Sport

Eiður sektaður um sjö milljónir

Breska knattspyrnufélagið Chelsea hefur sektað Eið Smára Guðjohnsen um 60 þúsund pund, rúmar sjö milljónir íslenskra króna, meðan beðið er niðurstöðu úr blóðprufu sem tekin var í gær þegar hann var stöðvaður fyrir ölvunarakstur. Eiður hafði verið úti að skemmta sér með félögum sínum í Chelsea eftir sigur á Everton daginn áður, en hann var látinn blása í blöðru og kom í ljós að áfengismagnið var rétt um eða yfir því marki sem leyfilegt er. Hann var því fluttur á lögreglustöð þar sem tekin var blóðprufa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×