Erlent

Telja sig hafa fundið jarðneskar leifar Copernicusar

Pólskir fornleifafræðingar telja sig hafa fundið jarðneskar leifar Nikulásar Copernicus, sem gerði byltingarkenndar uppgötvanir á sviði stjörnufræða á 16. öld. Hópur rannsóknarmanna hafa leitað grafar Copernicusar í rúmt ár en talið var að hann væri grafinn undir altari Frombrok dómkirkjunnar við Eystrasalt en Copernicus lést árið 1543. Prófessorinn Jerzy Gassowski sem fer fyrir rannsókninni segist vera 97% viss um að þær jarðnesku leifar sem fundust séu af Copernicusi en DNA rannsókn muni skera úr um endanlega niðurstöðu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×