Erlent

Kerfi sem varar við skjálftum

Japanir hafa komið sér upp jarðskjálftaviðvörunarkerfi sem virðist ætla að gefa góða raun. Tilraunagerð kerfisins var sett upp í Miyagi héraði í febrúar og varaði það við stórum skjálfta í borginni Sendai, fimmtán sekúndum áður en skjálfti upp á sjö komma tvo skók borgina þann sextánda ágúst. Er stefna japanskra stjórnvalda að setja kerfið upp á tvö hundruð og þremur stöðum fyrir mars á næsta ári og að þróa það þannig að hægt verði að gefa út viðvaranir með lengri fyrirvara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×