Erlent

200 handteknir í Frakklandi

Franska lögreglan handtók tvö hundruð manns í gærkvöldi, í miklum óeirðum í einu úthverfa Parísar, níunda kvöldið í röð. Kveikt var í að minnsta kosti sjö hundruð og fimmtíu bílum. Brennuvargarnir kveiktu einnig í tveimur barnaheimilum og einum skóla. Óeirðirnar hafa nú breiðst út til fleiri borga og var tilkynnt um ólæti í Nice, Marseille, Dijon, Rennes og Toulouse. Frönsk stjórnvöld keppast nú við að koma böndum á ástandið, en innanríkisráðherrann, Nicolas Zarkosy hefur viðurkennt að það gæti reynst erfitt og eigi sjálfsagt eftir að taka nokkurn tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×