Erlent

Liðsflutningar til landamæra

Talsmaður Afríkubandalagsins í Eþíópíu lýsti í gær yfir áhyggjum sínum af herflutningum Eþíópíumanna og Erítreumanna að landamærum sínum. Jafnvel er talin hætta á að stríð geti brotist út.

Talið er að allt að 300.000 hermenn, þar af 200.000 Erítreumegin, fikri sig í átt að hlutlausa svæðinu á milli ríkjanna sem friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna hafa gætt síðan árið 2000 þegar styrjöld ríkjanna lauk. Erítrea lýsti yfir sjálfstæði 1991 en landið var áður hluti af Eþíópíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×