Erlent

Fox og Kirchner í hár saman á fundi

Kirchner og Fox. Nú andar köldu milli þessara tveggja forseta.
Kirchner og Fox. Nú andar köldu milli þessara tveggja forseta. NordicPhotos/AFP

Köldu andar nú milli forseta Argentínu og Mexíkó eftir fund leiðtoga Ameríkuríkja sem fram fór í Argentínu fyrir stuttu. Á fundinum tókst leiðtogum ekki að ná samkomulagi um aukið samstarf í efnahagsmálum og frekari niðurfellingu tolla landanna á milli eins og að var stefnt og lét Vicente Fox, forseti Mexíkó, í ljós óánægju með framgöngu argentínska forsetans, Nestor Kirchner, sem hann taldi aðeins hafa hugsað um hag sinnar eigin þjóðar en ekki allra ríkja álfunnar.

Kirchner brást reiður við ummælunum. Sagði hann það sitt meginhlutverk að vernda hagsmuni Argentínu fyrst og fremst og ýjaði að því að mexíkóski forsetinn væri lítið annað en strengjabrúða Bandaríkjastjórnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×