Erlent

Sjónvarpsnet fyrir farsíma

Finnar ætla að verða fyrstir til þess að koma á laggirnar einkareknu farsímasjónvarpsneti í Evrópu. Á næstunni verður starfsleyfið auglýst og rennur umsóknarfrestur út í janúar. Þegar starfsemin verður komin í fullan gang verður hægt að horfa á sjónvarp í farsímanum. Farsímanet af þessu tagi hafa verið í tilraunanotkun í Bandaríkjunum og Suður-Kóreu en einkarekstur á þessu sviði tíðkast hvergi annars staðar í heiminum. Að sögn viðskiptablaðsins Taloussanomat hefur tilraunin í Suður-Kóreu gengið illa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×