Erlent

Ný tilvik af fuglaflensu í Rúmeníu

Fuglar fluttir til slátrunar vegna fuglaflensu í Rúmeníu á dögunum.
Fuglar fluttir til slátrunar vegna fuglaflensu í Rúmeníu á dögunum. MYND/AP

Rúmensk yfirvöld staðfestu í morgun að upp væri komið nýtt tilvik af fuglaflensu í landinu. Flensan greindist í dauðum hegra, nærri landamærum Moldavíu og rannsóknir leiddu í ljós að um H5N1-stofninn var að ræða. Fyrr í mánuðinum greindist fuglaflensa í tveim öðrum fuglum í Rúmeníu, sem þar með varð fyrsta Evrópulandið þar sem staðfest var að fuglaflensan hefði greinst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×