Patrick Fitzgerald, sem farið hefur fyrir rannsókn á því hvernig nafni leyniþjónustukonu innan bandarísku leyniþjónustunnar var lekið í bandaríska fjölmiðla, greinir í dag frá því hvort einhver eða einhverjir verði ákærðir fyrir uppljóstrunina.
Nafni Valerie Plame var lekið sumarið 2003 í að því er virðist í nokkra blaðamenn en slíkt er bannað með lögum í Bandaríkjunum. Talið er að tveimur mönnum verði hugsanlega stefnt vegna málsins, Karl Rove, ráðgjafa Bush forseta, og Lewis Libby, starfsmannastjóra Cheneys varaforseta.