Mahmoud Abbas, forseti palestínsku heimastjórnarinnar, sagði á palestínska þinginu á miðvikudag að einungis "guðleg íhlutun" gæti komið í veg fyrir að þingkosningar yrðu haldnar í Palestínu 25. janúar næstkomandi. Hamas-samtökin höfðu áður lýst því yfir að þau teldu vopnahlé við Ísraela renna úr gildi yrði kosningunum frestað.
Í það minnsta fimm fórust og þrjátíu særðust í sjálfsmorðssprengjuárás á götumarkaði í ísraelska bænum Hadera í fyrradag. Samtökin Heilagt stríð hafa lýst ábyrgð á hendur sér.