Innlent

Fengu ekki í Kastljósið

"Það varð samkomulag á milli Kastljóssins og fréttastofunnar að þeir birtu frétt um málið og þess vegna tókum við þetta ekki upp hjá okkur," segir Sigmar Guðmundsson, einn umsjónarmanna Kastljóssins í Ríkissjónvarpinu. Fréttamenn á Ríkisútvarpinu óskuðu eftir að fá að svara fullyrðingum þeim er fram komu í máli Markúsar Arnars Antonssonar útvarpsstjóra í Kastljósinu í fyrrakvöld en fengu það ekki. Sigmar segir ekkert óeðlilegt við það. Náið samstarf sé á milli fréttastofunnar og Kastljóssins um efnistök og að þessu sinni hafi fréttastofan birt frétt um viðbrögð fréttamanna og því ekki þótt ástæða til að endurtaka það upp í Kastljósinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×