Að hætta eða ekki hætta 15. mars 2005 00:01 Rúnar Kristinsson, leikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu frá upphafi, treysti sér ekki til að taka þátt í komandi landsleikjum gegn Króötum og Ítölum vegna veikinda sem hafa hrjáð hann að undanförnu og meiðsla. Þessa skýringu gaf hann þótt ellefu dagar væru í leikinn gegn Króatíu og nægur tími til að jafna sig á veikindum og meiðslum. Þessa skýringu gaf hann þótt hann hafi spilað heilan leik með Lokeren um helgina gegn Beerschot í belgísku deildinni. Þetta veltir upp þeirri spurningu hversu mikinn áhuga Rúnar hafi í raun og veru á því að spila með íslenska landsliðinu. Rúnar tilkynnti að hann væri hættur að spila með íslenska landsliðinu eftir lokaleik Íslands gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2004 í Hamborg 11. október 2003. Eftir mikla pressu frá landsliðsþjálfurum ákvað hann að gefa kost á sér áfram en afþakkaði þó sæti í hópnum fyrir Manchester-mótið í Englandi í byrjun júní á síðasta ári. Hann gaf frá sér tækifæri til að spila gegn Englendingum þar sem hann sagðist þurfa á fríi að halda eftir langt og strangt tímabil með Lokeren. Að vera á sólarströnd með fjölskyldunni heillaði hann meira en að spila gegn enska landsliðinu, sem er án nokkurs vafa draumur hvers leikmanns. Hann kom mjög sterkur inn í vináttulandsleiknum gegn Ítölum en missti síðan af öllum fjórum leikjum íslenska liðsins í undankeppni HM vegna meiðsla. Núna treystir hann sér ekki til að spila gífurlega mikilvægan leik gegn Kröótum vegna veikinda og meiðsla en þær afsakanir eru hálfhjákátlegar miðað við það að hann hefur spilað hvern einasta leik með Lokeren eftir áramót ef undan er skilinn leikur í síðustu viku þar sem hann kom inn á sem varamaður. Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfari heldur því hins vegar fram að Rúnar gefi enn kost á sér en miðað við skýringar Rúnars virðist Ásgeir vera að berja hausnum í stein. Hann neitar að horfast í augu við þá staðreyndina að Rúnar hefur fengið sig fullsaddan af íslenska landsliðinu en getur einhvern veginn ekki talið í sig kjark til að koma fram og viðurkenna það. Nú er ég ekki að segja að val Rúnars sé á nokkurn hátt sérkennilegt. Hann er á 36. aldursári, hefur spilað rúmlega eitt hundrað landsleiki og átt einn glæsilegasta landsliðsferil í íslenskri knattspyrnusögu. Það er eðlilegt að menn á hans aldri vilji frekar eyða sumarfríinu með fjölskyldunni en sautján öðrum knattspyrnumönnum. Hann myndi hins vegar gera öllum greiða með því að koma fram í eitt skipti fyrir öll og segja: "Ég er hættur og hættið að velja mig í landsliðið. Ég er búinn að skila mínu og það er tími til kominn að aðrir taki við." Að hætta eða ekki hætta - það er spurningin sem Rúnar þarf að svara. Íslenski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Sjá meira
Rúnar Kristinsson, leikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu frá upphafi, treysti sér ekki til að taka þátt í komandi landsleikjum gegn Króötum og Ítölum vegna veikinda sem hafa hrjáð hann að undanförnu og meiðsla. Þessa skýringu gaf hann þótt ellefu dagar væru í leikinn gegn Króatíu og nægur tími til að jafna sig á veikindum og meiðslum. Þessa skýringu gaf hann þótt hann hafi spilað heilan leik með Lokeren um helgina gegn Beerschot í belgísku deildinni. Þetta veltir upp þeirri spurningu hversu mikinn áhuga Rúnar hafi í raun og veru á því að spila með íslenska landsliðinu. Rúnar tilkynnti að hann væri hættur að spila með íslenska landsliðinu eftir lokaleik Íslands gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2004 í Hamborg 11. október 2003. Eftir mikla pressu frá landsliðsþjálfurum ákvað hann að gefa kost á sér áfram en afþakkaði þó sæti í hópnum fyrir Manchester-mótið í Englandi í byrjun júní á síðasta ári. Hann gaf frá sér tækifæri til að spila gegn Englendingum þar sem hann sagðist þurfa á fríi að halda eftir langt og strangt tímabil með Lokeren. Að vera á sólarströnd með fjölskyldunni heillaði hann meira en að spila gegn enska landsliðinu, sem er án nokkurs vafa draumur hvers leikmanns. Hann kom mjög sterkur inn í vináttulandsleiknum gegn Ítölum en missti síðan af öllum fjórum leikjum íslenska liðsins í undankeppni HM vegna meiðsla. Núna treystir hann sér ekki til að spila gífurlega mikilvægan leik gegn Kröótum vegna veikinda og meiðsla en þær afsakanir eru hálfhjákátlegar miðað við það að hann hefur spilað hvern einasta leik með Lokeren eftir áramót ef undan er skilinn leikur í síðustu viku þar sem hann kom inn á sem varamaður. Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfari heldur því hins vegar fram að Rúnar gefi enn kost á sér en miðað við skýringar Rúnars virðist Ásgeir vera að berja hausnum í stein. Hann neitar að horfast í augu við þá staðreyndina að Rúnar hefur fengið sig fullsaddan af íslenska landsliðinu en getur einhvern veginn ekki talið í sig kjark til að koma fram og viðurkenna það. Nú er ég ekki að segja að val Rúnars sé á nokkurn hátt sérkennilegt. Hann er á 36. aldursári, hefur spilað rúmlega eitt hundrað landsleiki og átt einn glæsilegasta landsliðsferil í íslenskri knattspyrnusögu. Það er eðlilegt að menn á hans aldri vilji frekar eyða sumarfríinu með fjölskyldunni en sautján öðrum knattspyrnumönnum. Hann myndi hins vegar gera öllum greiða með því að koma fram í eitt skipti fyrir öll og segja: "Ég er hættur og hættið að velja mig í landsliðið. Ég er búinn að skila mínu og það er tími til kominn að aðrir taki við." Að hætta eða ekki hætta - það er spurningin sem Rúnar þarf að svara.
Íslenski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Sjá meira