Erlent

Sjíar leggja áherslu á íslam

Þegar aðeins dagur er til stefnu fyrir íraska stjórnmálaleiðtoga að semja uppkast til stjórnarskrár virðist sem fyrr allt í hnút. Sjíar hafa síðustu daga sett fram kröfur um að íslam verði undirstaða löggjafar landsins og að klerkar fái sérstaka lagalega stöðu. Þessu leggjast Kúrdar og súnníar hins vegar gegn. Sjíarnir krefjast þess að auki að utanríkismál verði í höndum stjórnarinnar í Bagdad en Kúrdar vilja að þau verði í höndum héraðsstjórna. Þeir eru aftur á móti sagðir til viðræðu um að láta af kröfum sínum um að Kúrdistan geti sagt sig úr lögum við aðra hluta Íraks. Náist ekki samkomulag fyrir miðnætti annað kvöld verður Íraksþing leyst upp.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×