Ávarpaði ráðstefnu um glæpi 23. apríl 2005 00:01 Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, ávarpaði í dag elleftu ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um baráttu gegn glæpum og opinbert réttarfar sem haldin er í Bangkok, höfuðborg Taílands, 18. til 25. apríl. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu vék ráðherrann að fjórum þáttum í ræðu sinni sem setja svip sinn á yfirlýsinguna sem gefin verður út í lok ráðstefnunnar. Í fyrsta lagi mikilvægi þess að einstök ríki yrðu, innan alþjóðareglna og eigin laga, að finna hinn gullna meðalveg til þess að tryggja öryggi borgaranna, án þess að ganga um of gegn friðhelgi einstaklingsins. Allar aðgerðir og lagabreytingar, sem gerðar væru til þess að berjast við skipulagða glæpastarfsemi, yrðu að taka mið af mannréttindareglum og flóttamannasamningum. Í öðru lagi nauðsyn þess að virkja hinn almenna borgara til samstarfs við þær opinberar stofnanir, lögreglu og aðra, sem gæta almannaöryggis. Í þriðja lagi yrði að hindra misnotkun á nýrri tölvu- og fjarskiptatækni í þágu glæpastarfsemi. Við nýtingu þessarar tækni gætu menn í senn stundað lögmæta og ólögmæta iðju og það væri brýnt að sporna við afbrotum á þessu sviði eins og öðrum. Lögregla yrði að hafa nauðsynlegar heimildir til að sinna verkefnum sínum, án þess að tækniframfarir veittu brotamönnum nýtt eða aukið skjól. Í fjórða lagi bæri að nýta ný úrræði í réttarkerfinu og sagði ráðherrann frá reynslu Íslendinga af verkefninu sem kennt er við Hringinn og byggist á bandarískri hugmyndafræði um uppbyggilega réttvísi (restorative justice). Hin góða reynsla af þessu verkefni hefði leitt til þess að ný skref til sáttaumleitana milli brotamanns og brotaþola væru í undirbúningi. Um þrjú þúsund manns sækja ráðstefnuna í Bangkok, þ.á m. ráðherrar frá fjölmörgum löndum. Auk þess að taka þátt í fundum og málþingum hefur ráðstefnugestum verið gefinn kostur á að heimsækja fangelsi og réttarvörslustofnanir í Taílandi. Björn Bjarnason var á fimmtudag gestur fyrirtækisins Sea Viking í Bangkok sem er í eigu BlueIce eða Sjóvíkur. Louis Win Naing Chit, forstjóri Sea Viking, kynnti starfsemi fyrirtækisins og bauð ráðherranum að skoða fiskvinnslu þess fyrir utan Bangkok en hún er rekin í samvinnu við Tep Kinsho Foods. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Sjá meira
Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, ávarpaði í dag elleftu ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um baráttu gegn glæpum og opinbert réttarfar sem haldin er í Bangkok, höfuðborg Taílands, 18. til 25. apríl. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu vék ráðherrann að fjórum þáttum í ræðu sinni sem setja svip sinn á yfirlýsinguna sem gefin verður út í lok ráðstefnunnar. Í fyrsta lagi mikilvægi þess að einstök ríki yrðu, innan alþjóðareglna og eigin laga, að finna hinn gullna meðalveg til þess að tryggja öryggi borgaranna, án þess að ganga um of gegn friðhelgi einstaklingsins. Allar aðgerðir og lagabreytingar, sem gerðar væru til þess að berjast við skipulagða glæpastarfsemi, yrðu að taka mið af mannréttindareglum og flóttamannasamningum. Í öðru lagi nauðsyn þess að virkja hinn almenna borgara til samstarfs við þær opinberar stofnanir, lögreglu og aðra, sem gæta almannaöryggis. Í þriðja lagi yrði að hindra misnotkun á nýrri tölvu- og fjarskiptatækni í þágu glæpastarfsemi. Við nýtingu þessarar tækni gætu menn í senn stundað lögmæta og ólögmæta iðju og það væri brýnt að sporna við afbrotum á þessu sviði eins og öðrum. Lögregla yrði að hafa nauðsynlegar heimildir til að sinna verkefnum sínum, án þess að tækniframfarir veittu brotamönnum nýtt eða aukið skjól. Í fjórða lagi bæri að nýta ný úrræði í réttarkerfinu og sagði ráðherrann frá reynslu Íslendinga af verkefninu sem kennt er við Hringinn og byggist á bandarískri hugmyndafræði um uppbyggilega réttvísi (restorative justice). Hin góða reynsla af þessu verkefni hefði leitt til þess að ný skref til sáttaumleitana milli brotamanns og brotaþola væru í undirbúningi. Um þrjú þúsund manns sækja ráðstefnuna í Bangkok, þ.á m. ráðherrar frá fjölmörgum löndum. Auk þess að taka þátt í fundum og málþingum hefur ráðstefnugestum verið gefinn kostur á að heimsækja fangelsi og réttarvörslustofnanir í Taílandi. Björn Bjarnason var á fimmtudag gestur fyrirtækisins Sea Viking í Bangkok sem er í eigu BlueIce eða Sjóvíkur. Louis Win Naing Chit, forstjóri Sea Viking, kynnti starfsemi fyrirtækisins og bauð ráðherranum að skoða fiskvinnslu þess fyrir utan Bangkok en hún er rekin í samvinnu við Tep Kinsho Foods.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Sjá meira