Ávarpaði ráðstefnu um glæpi 23. apríl 2005 00:01 Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, ávarpaði í dag elleftu ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um baráttu gegn glæpum og opinbert réttarfar sem haldin er í Bangkok, höfuðborg Taílands, 18. til 25. apríl. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu vék ráðherrann að fjórum þáttum í ræðu sinni sem setja svip sinn á yfirlýsinguna sem gefin verður út í lok ráðstefnunnar. Í fyrsta lagi mikilvægi þess að einstök ríki yrðu, innan alþjóðareglna og eigin laga, að finna hinn gullna meðalveg til þess að tryggja öryggi borgaranna, án þess að ganga um of gegn friðhelgi einstaklingsins. Allar aðgerðir og lagabreytingar, sem gerðar væru til þess að berjast við skipulagða glæpastarfsemi, yrðu að taka mið af mannréttindareglum og flóttamannasamningum. Í öðru lagi nauðsyn þess að virkja hinn almenna borgara til samstarfs við þær opinberar stofnanir, lögreglu og aðra, sem gæta almannaöryggis. Í þriðja lagi yrði að hindra misnotkun á nýrri tölvu- og fjarskiptatækni í þágu glæpastarfsemi. Við nýtingu þessarar tækni gætu menn í senn stundað lögmæta og ólögmæta iðju og það væri brýnt að sporna við afbrotum á þessu sviði eins og öðrum. Lögregla yrði að hafa nauðsynlegar heimildir til að sinna verkefnum sínum, án þess að tækniframfarir veittu brotamönnum nýtt eða aukið skjól. Í fjórða lagi bæri að nýta ný úrræði í réttarkerfinu og sagði ráðherrann frá reynslu Íslendinga af verkefninu sem kennt er við Hringinn og byggist á bandarískri hugmyndafræði um uppbyggilega réttvísi (restorative justice). Hin góða reynsla af þessu verkefni hefði leitt til þess að ný skref til sáttaumleitana milli brotamanns og brotaþola væru í undirbúningi. Um þrjú þúsund manns sækja ráðstefnuna í Bangkok, þ.á m. ráðherrar frá fjölmörgum löndum. Auk þess að taka þátt í fundum og málþingum hefur ráðstefnugestum verið gefinn kostur á að heimsækja fangelsi og réttarvörslustofnanir í Taílandi. Björn Bjarnason var á fimmtudag gestur fyrirtækisins Sea Viking í Bangkok sem er í eigu BlueIce eða Sjóvíkur. Louis Win Naing Chit, forstjóri Sea Viking, kynnti starfsemi fyrirtækisins og bauð ráðherranum að skoða fiskvinnslu þess fyrir utan Bangkok en hún er rekin í samvinnu við Tep Kinsho Foods. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, ávarpaði í dag elleftu ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um baráttu gegn glæpum og opinbert réttarfar sem haldin er í Bangkok, höfuðborg Taílands, 18. til 25. apríl. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu vék ráðherrann að fjórum þáttum í ræðu sinni sem setja svip sinn á yfirlýsinguna sem gefin verður út í lok ráðstefnunnar. Í fyrsta lagi mikilvægi þess að einstök ríki yrðu, innan alþjóðareglna og eigin laga, að finna hinn gullna meðalveg til þess að tryggja öryggi borgaranna, án þess að ganga um of gegn friðhelgi einstaklingsins. Allar aðgerðir og lagabreytingar, sem gerðar væru til þess að berjast við skipulagða glæpastarfsemi, yrðu að taka mið af mannréttindareglum og flóttamannasamningum. Í öðru lagi nauðsyn þess að virkja hinn almenna borgara til samstarfs við þær opinberar stofnanir, lögreglu og aðra, sem gæta almannaöryggis. Í þriðja lagi yrði að hindra misnotkun á nýrri tölvu- og fjarskiptatækni í þágu glæpastarfsemi. Við nýtingu þessarar tækni gætu menn í senn stundað lögmæta og ólögmæta iðju og það væri brýnt að sporna við afbrotum á þessu sviði eins og öðrum. Lögregla yrði að hafa nauðsynlegar heimildir til að sinna verkefnum sínum, án þess að tækniframfarir veittu brotamönnum nýtt eða aukið skjól. Í fjórða lagi bæri að nýta ný úrræði í réttarkerfinu og sagði ráðherrann frá reynslu Íslendinga af verkefninu sem kennt er við Hringinn og byggist á bandarískri hugmyndafræði um uppbyggilega réttvísi (restorative justice). Hin góða reynsla af þessu verkefni hefði leitt til þess að ný skref til sáttaumleitana milli brotamanns og brotaþola væru í undirbúningi. Um þrjú þúsund manns sækja ráðstefnuna í Bangkok, þ.á m. ráðherrar frá fjölmörgum löndum. Auk þess að taka þátt í fundum og málþingum hefur ráðstefnugestum verið gefinn kostur á að heimsækja fangelsi og réttarvörslustofnanir í Taílandi. Björn Bjarnason var á fimmtudag gestur fyrirtækisins Sea Viking í Bangkok sem er í eigu BlueIce eða Sjóvíkur. Louis Win Naing Chit, forstjóri Sea Viking, kynnti starfsemi fyrirtækisins og bauð ráðherranum að skoða fiskvinnslu þess fyrir utan Bangkok en hún er rekin í samvinnu við Tep Kinsho Foods.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent