Sport

10 ára heimsmet loks slegið

10 ára gamalt heimsmet bandaríska hlauparans Michael Johnson í 400 metra hlaupi innanhúss var slegið í gær af 19 ára gömlum srták úr Florida háskóla á bandaríska háskólameistaramótinu í Fayetteville í Arkansas. Kerron Clement sem er fæddur í Trinidad hljóp 400 metrana á 44.57 sekúndum sem er 6 sekúndubrotum hraðar en Johnson hljóp á í Atlanta 4. mars 1995 þegar tími hans mældist 44.63 sekúndur. Næsti maður á eftir Clement, Terry Gatson var 7 metrum á eftir honum og hefði það verið nýtt háskólameistaramet að því er fram kemur á vefsíðu alþjóðafrjálsíþróttasambandsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×