Erlent

al-Libbi fluttur til Bandaríkjanna

Abu Farraj al-Libbi sem grunaður er um að hafa verið einn valdamesti maður al-Kaída hryðjuverkasamtakanna hefur nú verið fluttur til Bandaríkjanna frá Pakistan þar sem hann var handsamaður. Yfirmenn innan bandaríska hersins hafa ekki viljað gefa upp hvert hann var fluttur en staðfesta að honum hafi verið flogið millilendingalaust á ótilgreindan stað í Bandaríkjunum. Óvíst er hvort Bandaríkjamenn hafi haldbærar ástæður til að gefa út ákæru á hendur al-Libbi og þá er óvíst hverjar þær sakir eru.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×