Ræða þrískiptingu ríkisvalds 7. júní 2005 00:01 Hvernig á að tryggja þrískiptingu ríkisvaldsins? Það er spurningin sem Þjóðarhreyfingin veltir upp á fundi í kvöld að gefnu tilefni og á fundarstað sem ekki er valinn af handahófi. Fundurinn verður í aðalsal Menntaskólans í Reykjavík og hefst klukkan 20. Framsögumennverða Ólafur Hannibalsson, talsmaður Þjóðarhreyfingarinnar, lagaprófessorarnir Jónatan Þórmundsson og Sigurður Líndal, Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður og Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. Þar verður fjallað um spurninguna hvernig hægt sé að tryggja þrískiptingu ríkisvaldsins, löggjafar-, dóms- og framkvæmdavalds. Kristrún Heimisdóttir segir að Þjóðarhreyfingin telji mikilvægt að ræða þessa spurningu. Undanfarið hafi komið upp hitamál hér á landi sem hafi varðað temprun ríkisvaldsins. Annars vegar hafi það verið Íraksmálið sem hafi varðað þá spurningu hvort Alþingi þyrfti ekki að hafa einhvers konar eftirlit með því sem framkvæmdavaldið gerir. Hins vegar hafi það verið fjölmiðlamálið sem hafi varðað það hversu langt mætti í ganga í nafni svokallaðs þingræðis. Ástæðan fyrir því að þetta mál er rætt nú er fyrirhuguð endurskoðun stjórnarskrárinnar sem Kristrún segir stjórnmálamenn hafi jafnan litið á sem sitt einkamál en stjórnarskrárnefnd hafi gefið í skyn að sú umræða yrði opnuð. En hvernig tryggir maður þrískiptingu ríkisvaldsins? Kristrún segist ekki hafa einhlítt svar við því en það sé spurning sem reynt hafi verið að svara í að minnsta kosti 200 ár. Hún telji að það skipti mjög miklu máli að allir sem fari með ríkisvald skilji að það sé takmarkað vald og að öðrum aðilum beri að tempra það. Það fari enginn með alvald innan nokkurs málaflokks lengur í nútímalegum stjórnarskrárríkjum. Eins og fyrr segir verður fundurinn í aðalsal Menntaskólans í Reykjavík og fundarstaðurinn er engin tilviljun. Kristrún segir salinn einn sögurfrægasta stað landsins og þáttur hans í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga sé geysilegur. Alþingi hafi verið endurreist í húsinu og fyrstu þingfundirnir hafi farið fram í salnum. Þá hafi þjóðfundurinn árið 1851 verið haldinn þar en þar hafi Jón Sigurðsson haft forgöngu um það að menn sögðu: Við mótmælum allir. Þjóðarhreyfinging velji þennan stað því hún vilji tengja umræðuna sem fram fari í byrjun 21. aldarinnar við lýðræðishefð Íslendinga og sögu landsins. Hreyfingin telji mikilvægt að þeirri hefð verði viðhaldið og að lýðræðið og stjórnskipanin verði áfram fyrir fólkið í landinu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Hvernig á að tryggja þrískiptingu ríkisvaldsins? Það er spurningin sem Þjóðarhreyfingin veltir upp á fundi í kvöld að gefnu tilefni og á fundarstað sem ekki er valinn af handahófi. Fundurinn verður í aðalsal Menntaskólans í Reykjavík og hefst klukkan 20. Framsögumennverða Ólafur Hannibalsson, talsmaður Þjóðarhreyfingarinnar, lagaprófessorarnir Jónatan Þórmundsson og Sigurður Líndal, Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður og Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. Þar verður fjallað um spurninguna hvernig hægt sé að tryggja þrískiptingu ríkisvaldsins, löggjafar-, dóms- og framkvæmdavalds. Kristrún Heimisdóttir segir að Þjóðarhreyfingin telji mikilvægt að ræða þessa spurningu. Undanfarið hafi komið upp hitamál hér á landi sem hafi varðað temprun ríkisvaldsins. Annars vegar hafi það verið Íraksmálið sem hafi varðað þá spurningu hvort Alþingi þyrfti ekki að hafa einhvers konar eftirlit með því sem framkvæmdavaldið gerir. Hins vegar hafi það verið fjölmiðlamálið sem hafi varðað það hversu langt mætti í ganga í nafni svokallaðs þingræðis. Ástæðan fyrir því að þetta mál er rætt nú er fyrirhuguð endurskoðun stjórnarskrárinnar sem Kristrún segir stjórnmálamenn hafi jafnan litið á sem sitt einkamál en stjórnarskrárnefnd hafi gefið í skyn að sú umræða yrði opnuð. En hvernig tryggir maður þrískiptingu ríkisvaldsins? Kristrún segist ekki hafa einhlítt svar við því en það sé spurning sem reynt hafi verið að svara í að minnsta kosti 200 ár. Hún telji að það skipti mjög miklu máli að allir sem fari með ríkisvald skilji að það sé takmarkað vald og að öðrum aðilum beri að tempra það. Það fari enginn með alvald innan nokkurs málaflokks lengur í nútímalegum stjórnarskrárríkjum. Eins og fyrr segir verður fundurinn í aðalsal Menntaskólans í Reykjavík og fundarstaðurinn er engin tilviljun. Kristrún segir salinn einn sögurfrægasta stað landsins og þáttur hans í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga sé geysilegur. Alþingi hafi verið endurreist í húsinu og fyrstu þingfundirnir hafi farið fram í salnum. Þá hafi þjóðfundurinn árið 1851 verið haldinn þar en þar hafi Jón Sigurðsson haft forgöngu um það að menn sögðu: Við mótmælum allir. Þjóðarhreyfinging velji þennan stað því hún vilji tengja umræðuna sem fram fari í byrjun 21. aldarinnar við lýðræðishefð Íslendinga og sögu landsins. Hreyfingin telji mikilvægt að þeirri hefð verði viðhaldið og að lýðræðið og stjórnskipanin verði áfram fyrir fólkið í landinu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira