Ræða þrískiptingu ríkisvalds 7. júní 2005 00:01 Hvernig á að tryggja þrískiptingu ríkisvaldsins? Það er spurningin sem Þjóðarhreyfingin veltir upp á fundi í kvöld að gefnu tilefni og á fundarstað sem ekki er valinn af handahófi. Fundurinn verður í aðalsal Menntaskólans í Reykjavík og hefst klukkan 20. Framsögumennverða Ólafur Hannibalsson, talsmaður Þjóðarhreyfingarinnar, lagaprófessorarnir Jónatan Þórmundsson og Sigurður Líndal, Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður og Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. Þar verður fjallað um spurninguna hvernig hægt sé að tryggja þrískiptingu ríkisvaldsins, löggjafar-, dóms- og framkvæmdavalds. Kristrún Heimisdóttir segir að Þjóðarhreyfingin telji mikilvægt að ræða þessa spurningu. Undanfarið hafi komið upp hitamál hér á landi sem hafi varðað temprun ríkisvaldsins. Annars vegar hafi það verið Íraksmálið sem hafi varðað þá spurningu hvort Alþingi þyrfti ekki að hafa einhvers konar eftirlit með því sem framkvæmdavaldið gerir. Hins vegar hafi það verið fjölmiðlamálið sem hafi varðað það hversu langt mætti í ganga í nafni svokallaðs þingræðis. Ástæðan fyrir því að þetta mál er rætt nú er fyrirhuguð endurskoðun stjórnarskrárinnar sem Kristrún segir stjórnmálamenn hafi jafnan litið á sem sitt einkamál en stjórnarskrárnefnd hafi gefið í skyn að sú umræða yrði opnuð. En hvernig tryggir maður þrískiptingu ríkisvaldsins? Kristrún segist ekki hafa einhlítt svar við því en það sé spurning sem reynt hafi verið að svara í að minnsta kosti 200 ár. Hún telji að það skipti mjög miklu máli að allir sem fari með ríkisvald skilji að það sé takmarkað vald og að öðrum aðilum beri að tempra það. Það fari enginn með alvald innan nokkurs málaflokks lengur í nútímalegum stjórnarskrárríkjum. Eins og fyrr segir verður fundurinn í aðalsal Menntaskólans í Reykjavík og fundarstaðurinn er engin tilviljun. Kristrún segir salinn einn sögurfrægasta stað landsins og þáttur hans í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga sé geysilegur. Alþingi hafi verið endurreist í húsinu og fyrstu þingfundirnir hafi farið fram í salnum. Þá hafi þjóðfundurinn árið 1851 verið haldinn þar en þar hafi Jón Sigurðsson haft forgöngu um það að menn sögðu: Við mótmælum allir. Þjóðarhreyfinging velji þennan stað því hún vilji tengja umræðuna sem fram fari í byrjun 21. aldarinnar við lýðræðishefð Íslendinga og sögu landsins. Hreyfingin telji mikilvægt að þeirri hefð verði viðhaldið og að lýðræðið og stjórnskipanin verði áfram fyrir fólkið í landinu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira
Hvernig á að tryggja þrískiptingu ríkisvaldsins? Það er spurningin sem Þjóðarhreyfingin veltir upp á fundi í kvöld að gefnu tilefni og á fundarstað sem ekki er valinn af handahófi. Fundurinn verður í aðalsal Menntaskólans í Reykjavík og hefst klukkan 20. Framsögumennverða Ólafur Hannibalsson, talsmaður Þjóðarhreyfingarinnar, lagaprófessorarnir Jónatan Þórmundsson og Sigurður Líndal, Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður og Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. Þar verður fjallað um spurninguna hvernig hægt sé að tryggja þrískiptingu ríkisvaldsins, löggjafar-, dóms- og framkvæmdavalds. Kristrún Heimisdóttir segir að Þjóðarhreyfingin telji mikilvægt að ræða þessa spurningu. Undanfarið hafi komið upp hitamál hér á landi sem hafi varðað temprun ríkisvaldsins. Annars vegar hafi það verið Íraksmálið sem hafi varðað þá spurningu hvort Alþingi þyrfti ekki að hafa einhvers konar eftirlit með því sem framkvæmdavaldið gerir. Hins vegar hafi það verið fjölmiðlamálið sem hafi varðað það hversu langt mætti í ganga í nafni svokallaðs þingræðis. Ástæðan fyrir því að þetta mál er rætt nú er fyrirhuguð endurskoðun stjórnarskrárinnar sem Kristrún segir stjórnmálamenn hafi jafnan litið á sem sitt einkamál en stjórnarskrárnefnd hafi gefið í skyn að sú umræða yrði opnuð. En hvernig tryggir maður þrískiptingu ríkisvaldsins? Kristrún segist ekki hafa einhlítt svar við því en það sé spurning sem reynt hafi verið að svara í að minnsta kosti 200 ár. Hún telji að það skipti mjög miklu máli að allir sem fari með ríkisvald skilji að það sé takmarkað vald og að öðrum aðilum beri að tempra það. Það fari enginn með alvald innan nokkurs málaflokks lengur í nútímalegum stjórnarskrárríkjum. Eins og fyrr segir verður fundurinn í aðalsal Menntaskólans í Reykjavík og fundarstaðurinn er engin tilviljun. Kristrún segir salinn einn sögurfrægasta stað landsins og þáttur hans í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga sé geysilegur. Alþingi hafi verið endurreist í húsinu og fyrstu þingfundirnir hafi farið fram í salnum. Þá hafi þjóðfundurinn árið 1851 verið haldinn þar en þar hafi Jón Sigurðsson haft forgöngu um það að menn sögðu: Við mótmælum allir. Þjóðarhreyfinging velji þennan stað því hún vilji tengja umræðuna sem fram fari í byrjun 21. aldarinnar við lýðræðishefð Íslendinga og sögu landsins. Hreyfingin telji mikilvægt að þeirri hefð verði viðhaldið og að lýðræðið og stjórnskipanin verði áfram fyrir fólkið í landinu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira