Erlent

Drógu til baka hótanir um aðgerðir

Bandaríkjamenn og Norður-Kóreumenn funduðu um kjarnorkuáætlun hinna síðarnefndu og drógu Bandaríkjamenn til baka hótanir um að fá Sameinuðu þjóðirnar til að samþykkja refsiaðgerðir gegn landinu. Það voru Norður-Kóreumenn sem höfðu frumkvæðið að fundinum sem fram fór í New York, en fulltrúar ríkjanna hittust þar 13. maí síðastliðinn. Markmið Bandaríkjamanna er að fá Norður-Kóreu til að hætta við kjarnorkuáætlun sína en þær viðræður hafa legið niðri í um það bil eitt ár. Ekkert hefur komið fram um það hvort einhver árangur hafi orðið í viðræðunum í New York. Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að ekki hafi enn verið ákveðið hvenær Bandaríkjamenn taki málið upp innan Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna en menn búast þó við að það verði gert innan fárra vikna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×