Erlent

Forseti Bólivíu segir af sér

Carlos Mesa, forseti Bólivíu, hefur ákveðið að segja af sér en almenningur hefur vikum saman krafist þess að Mesa taki það skref. Óánægja almennings með forsetann hefur verið gríðarleg og hefur landið verið nánast lamað vegna mótmæla sem hafa farið fram upp á hvern dag í þónokkurn tíma og hefur lögreglan þurft að nota táragas til að róa lýðinn. Forsetinn flutti ávarp í ríkissjónvarpi landsins gærkvöldi þar sem hann skýrði frá ákvörðun sinni, viðvarandi ástand gengi ekki lengur og því væri afsögn hans besta lausnin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×