Stígamót kæra BM ráðgjöf 15. október 2005 00:01 Ólafur Geirsson, stjórnarformaður BM ráðgjafar, segir málið byggt á misskilningi. „Það er ekkert sem liggur ekki opið hjá okkur. Við gefum út greiðsluseðla og erum með númerabirtingu á símum sem hringt er úr frá okkur.“ Ólafur segir að þeir starfsmenn sem hringdu umrædd símtöl hafi starfað lengi hjá fyrirtækinu og að telja megi útilokað að starfsmennirnir hafi sagst vinna fyrir Stígamót. „Það er enginn sem getur hafa haft einhvern fjárhagslegan ávinning af því að blekkja svona,“ segir Ólafur. Aðspurður hver skýringin á málinu sé segir Ólafur það geta komið fyrir að fólk tengi umrædda söfnun við Stígamót þar sem málefnin séu lík. „Við biðjum þá afsökunar sem telja sig hafa fengið rangar upplýsingar,“ segir Ólafur. Hann segir BM ráðgjöf tilbúna að draga greiðsluseðlana til baka ef þessir einstaklingar gefi sig fram. Ólafur vill enn fremur leggja áherslu á að fyrirtækið hafi átt í góðu samstarfi við forsvarsmenn átaksins Blátt Áfram og hafi aldrei starfað fyrir Stígamót. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir samtökin nú þegar hafa fengið fjórar tilkynningar þess efnis að verið væri að misnota nafn Stígamóta. „Við vitum ekki alveg umfangið á þessu. Það verður bara að skoða það í rólegheitunum.“ Aðspurð hvort tekið hafi verið fram í símtölunum að hringt væri á vegum Stígamóta segir Guðrún að svo hafi verið „Í því liggur alvarleikinn,“ segir Guðrún: „Vonandi var þetta ekki meira en þetta en það er nóg til að við að sjálfsögðu bregðumst við því. Við verðum að tryggja það að velunnarar Stígamóta séu ekki blekktir. Og þess vegna tökum við svona hluti alvarlega.“ Guðrún segir málum ekki þannig háttað að þau séu byggð á misskilningi: „Við erum búin að fá staðfestingu á að sagt var að söfnunin væri á vegum Stígamóta. Það er alveg á hreinu að var gert.“ Guðrún segir að kæran standi enn en málið verði skoðað nánar eftir helgi. Fréttir Innlent Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Sjá meira
Ólafur Geirsson, stjórnarformaður BM ráðgjafar, segir málið byggt á misskilningi. „Það er ekkert sem liggur ekki opið hjá okkur. Við gefum út greiðsluseðla og erum með númerabirtingu á símum sem hringt er úr frá okkur.“ Ólafur segir að þeir starfsmenn sem hringdu umrædd símtöl hafi starfað lengi hjá fyrirtækinu og að telja megi útilokað að starfsmennirnir hafi sagst vinna fyrir Stígamót. „Það er enginn sem getur hafa haft einhvern fjárhagslegan ávinning af því að blekkja svona,“ segir Ólafur. Aðspurður hver skýringin á málinu sé segir Ólafur það geta komið fyrir að fólk tengi umrædda söfnun við Stígamót þar sem málefnin séu lík. „Við biðjum þá afsökunar sem telja sig hafa fengið rangar upplýsingar,“ segir Ólafur. Hann segir BM ráðgjöf tilbúna að draga greiðsluseðlana til baka ef þessir einstaklingar gefi sig fram. Ólafur vill enn fremur leggja áherslu á að fyrirtækið hafi átt í góðu samstarfi við forsvarsmenn átaksins Blátt Áfram og hafi aldrei starfað fyrir Stígamót. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir samtökin nú þegar hafa fengið fjórar tilkynningar þess efnis að verið væri að misnota nafn Stígamóta. „Við vitum ekki alveg umfangið á þessu. Það verður bara að skoða það í rólegheitunum.“ Aðspurð hvort tekið hafi verið fram í símtölunum að hringt væri á vegum Stígamóta segir Guðrún að svo hafi verið „Í því liggur alvarleikinn,“ segir Guðrún: „Vonandi var þetta ekki meira en þetta en það er nóg til að við að sjálfsögðu bregðumst við því. Við verðum að tryggja það að velunnarar Stígamóta séu ekki blekktir. Og þess vegna tökum við svona hluti alvarlega.“ Guðrún segir málum ekki þannig háttað að þau séu byggð á misskilningi: „Við erum búin að fá staðfestingu á að sagt var að söfnunin væri á vegum Stígamóta. Það er alveg á hreinu að var gert.“ Guðrún segir að kæran standi enn en málið verði skoðað nánar eftir helgi.
Fréttir Innlent Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Sjá meira