Drepinn ef hann snýr heim 15. október 2005 00:01 Ungur Afgani segir hæli á Íslandi vera sitt síðasta hálmstrá. Heima bíði hans ömurleg örlög. Hann hefur beðið afgreiðslu hérlendra stjórnvalda á hælisumsókn sinni í 13 mánuði. Stríðsástand hefur verið í Afganistan í áratugi. Fyrst gerðu kommúnistar byltingu og náðu völdum en þegar landsmenn spyrntu við fótum komu Sovétmenn, síðar komu talíbanar og ástandið er enn skelfilegt á stórum svæðum. Úr þessu flúði Riaz Ahmed Khan. Hér á landi hefur hann dvalið frá því í lok september í fyrra. Útlendingastofnun segist vera að fara yfir mál hans til að staðfesta hver hann er en Riaz Ahmed segist hafa verið með pappíra - nafnskírteini -og það sé hjá Útlendingaeftirlitinu en þeir segjast ekki geta lesið það. „Það er skiljanlegt því það er á móðurmáli mínu sem Íslendingar skilja ekki," segir Riaz. Móðurmál hans er pastú eins og helmings Afgana. Munurinn á honum og þeim er hins vegar sá að hann er strandaglópur hér norður á Íslandi. Og hann kveðst ekki geta farið neitt annað. „Fari ég verð ég sendur aftur til Íslands því þetta var fyrsti áfangastaður minn og hér leitaði ég hælis. Ég á engra annarra úrkosta völ og ég verð hér um allan aldur. Fái ég ekki að búa hér þarf ég að fara aftur til heimalands míns sem er óhugsandi tilhugsun. Enginn getur sent mann aftur til Afganistans. Allir vita hvernig ástandið er þar,“ segir Riaz. Íslömsk strangtrúargildi eru enn afar rík í Afganistan þrátt fyrir tilslökun eftir fall talíbana; réttindi kvenna eru enn fótum troðin í raun sem og réttindi samkynhneigðra. Riaz segir margt hafa gerst síðan kosningarnar fóru fram. Gömlu stríðsherrarnir séu komnir aftur til valda. Hvað sig varðar sé þetta ljóst: hann yrði drepinn strax og hann kæmi til landsins. „Ég veit það og yfirvöld hér líka. Ég hef sagt þeim það. Þeir vita allt. Það er ljóst að þeir drepa mig strax ef þeir ná mér,“ segir Riaz. Fréttir Innlent Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira
Ungur Afgani segir hæli á Íslandi vera sitt síðasta hálmstrá. Heima bíði hans ömurleg örlög. Hann hefur beðið afgreiðslu hérlendra stjórnvalda á hælisumsókn sinni í 13 mánuði. Stríðsástand hefur verið í Afganistan í áratugi. Fyrst gerðu kommúnistar byltingu og náðu völdum en þegar landsmenn spyrntu við fótum komu Sovétmenn, síðar komu talíbanar og ástandið er enn skelfilegt á stórum svæðum. Úr þessu flúði Riaz Ahmed Khan. Hér á landi hefur hann dvalið frá því í lok september í fyrra. Útlendingastofnun segist vera að fara yfir mál hans til að staðfesta hver hann er en Riaz Ahmed segist hafa verið með pappíra - nafnskírteini -og það sé hjá Útlendingaeftirlitinu en þeir segjast ekki geta lesið það. „Það er skiljanlegt því það er á móðurmáli mínu sem Íslendingar skilja ekki," segir Riaz. Móðurmál hans er pastú eins og helmings Afgana. Munurinn á honum og þeim er hins vegar sá að hann er strandaglópur hér norður á Íslandi. Og hann kveðst ekki geta farið neitt annað. „Fari ég verð ég sendur aftur til Íslands því þetta var fyrsti áfangastaður minn og hér leitaði ég hælis. Ég á engra annarra úrkosta völ og ég verð hér um allan aldur. Fái ég ekki að búa hér þarf ég að fara aftur til heimalands míns sem er óhugsandi tilhugsun. Enginn getur sent mann aftur til Afganistans. Allir vita hvernig ástandið er þar,“ segir Riaz. Íslömsk strangtrúargildi eru enn afar rík í Afganistan þrátt fyrir tilslökun eftir fall talíbana; réttindi kvenna eru enn fótum troðin í raun sem og réttindi samkynhneigðra. Riaz segir margt hafa gerst síðan kosningarnar fóru fram. Gömlu stríðsherrarnir séu komnir aftur til valda. Hvað sig varðar sé þetta ljóst: hann yrði drepinn strax og hann kæmi til landsins. „Ég veit það og yfirvöld hér líka. Ég hef sagt þeim það. Þeir vita allt. Það er ljóst að þeir drepa mig strax ef þeir ná mér,“ segir Riaz.
Fréttir Innlent Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira