Erlent

Hefur verið 748 daga í geimnum

Rússneski geimfarinn Sergei Krikalev setti í dag met í lengd dvalar úti í geimnum. Á tuttugu ára ferli sem geimfari hefur Krikalev samtals verið 748 daga úti í geimnum. Hann var meðal annars í áhöfn rússnesku geimstöðvarinnar Mir, hann hefur verið í alþjóðlegu geimstöðinni og flogið bæði með rússnesku Soyus-geimförunum og bandarískum geimferjum. Krikalev, sem er 46 ára gamall, er þessa dagana í áhöfn alþjóðlegu geimstöðvarinnar og verður þar fram í október.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×