Erlent

Manntjón í flóðum í Kína

Að minnsta kosti tíu manns hafa farist og yfir 35 er saknað eftir mikil flóð í norðausturhluta Kína að undanförnu. Flóðin hófust á föstudag og hafa yfir 6500 heimili eyðilagst vegna þeirra. Þá hafa yfir 118 þúsund hektarar af ræktunarlandi farið undir vatn. Flóð verða hundruðum að bana árlega í Kína og nú þegar hafa yfir 800 manns hafa farist síðan sumarregntíminn hófst í byrjun júní. Björgunarstarf hefur gengið brösuglega vegna vegskemmda en yfir 30 brýr hafa eyðilagst í flóðunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×