Erlent

Straumur hermanna til Gasa

Tugir rútubíla með ísraelskum hermönnum streyma nú á Gasaströndina, en klukkan níu að íslenskum tíma rennur út sá frestur sem landnemar hafa til þess að yfirgefa heimili sín, en eftir það beita ísraelskir hermenn valdi til þess að færa þá á brott. Stór hluti þeirra 8500 landnema, sem eiga að yfirgefa heimili sín í samræmi við samninga Ísraela og Palestínumanna, hefur nú þegar gert það en búast má við að lögregla þurfi að beita hörðustu andstæðinga brottflutningsins valdi til þess að koma þeim af Gasaströndinni. Nú þegar hefur ein landnemabyggð verið tæmd, en þar bjuggu aðeins 79 manns. Til átaka hefur komið milli ísraelskra harðlínumanna og hersveita vegna brottflutningsins í dag og var nokkur fjöldi handtekinn í Neve Dekalim sem er stærsta landnemabyggðin á Gasaströndinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×