Erlent

Allt gekk að óskum

Venus bíður. Venusarhraðlestin á fyrir höndum 350 milljón kílómetra langt ferðalag.
Venus bíður. Venusarhraðlestin á fyrir höndum 350 milljón kílómetra langt ferðalag.

Venusarhraðlestinni, ómönnuðu evrópsku geimfari, var í gær skotið frá Baikonur í Kasakstan áleiðis til Venusar og er áætlað að ferðalagið taki 163 daga. Tilgangur fararinnar er að rannsaka andrúmsloft morgunstjörnunnar fögru en yfirborð hennar er heitara en nokkurrar annarrar reikistjörnu.

Lofthjúpur Venusar er nær eingöngu úr koltvísýringi og þar er loftþrýstingur auk þess gífurlegur. Vísindamenn langar að vita hvers vegna Venus, sem svipar að mörgu leyti til jarðarinnar, hafi þróast með slíkum hætti. Evrópska geimferðastofnunin lét smíða Venusarhraðlestina fyrir rúma fimmtán milljarða króna en verkefnið þykir enn eitt dæmið um að yfirburðir Bandaríkjamanna í himingeimnum séu í rénun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×