Erlent

Danir smygla dönsku gosi

Jolly Cola. Danskt gos er flutt úr landi og síðan smyglað inn í landið aftur.
Jolly Cola. Danskt gos er flutt úr landi og síðan smyglað inn í landið aftur.

Það hefur færst í aukana að gosdrykkjum sem framleiddir eru í Danmörku sé smyglað inn í landið. Gosið er flutt úr landi til Svíþjóðar og Þýskalands og fæst þá endurgreiddur skattur af vörunni. Síðan er vörunni smyglað inn í landið aftur og selt í sjoppur og veitingastaði á töluvert lægra verði en löglega fengið gos.

Eftirlit með þessum innflutningi er erfitt að sögn talsmanns skattyfirvalda í Politiken í gær. Flöskurnar líti alveg eins út og þær löglegu og því þurfi að kanna bókhald þeirra sem selja gos til finna út hvort varan sé illa fengin eða ekki. Ráðherra skattamála í Danmörku, Kristian Jensen, segir í viðtali við Politiken að gosdrykkjaframleiðendur verði að koma yfirvöldum til hjálpar og benda á grunsamlega kaupendur. Talið er að danska ríkið verði af tæpum 100 milljónum danskra króna á ári vegna þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×