Erlent

Vinsældirnar hafa hrapað

Játar sig ekki sigraðan. Ríkisstjórinn viðurkenndi þó að honum hefði ekki tekist nægilega vel að sannfæra Kaliforníubúa um ágæti tillagna sinna.
Játar sig ekki sigraðan. Ríkisstjórinn viðurkenndi þó að honum hefði ekki tekist nægilega vel að sannfæra Kaliforníubúa um ágæti tillagna sinna.

Heldur hefur hallað undan fæti hjá Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóra Kaliforníu, en í fyrradag felldu íbúar ríkisins allar fjórar tillögur hans um úrbætur í ríkisrekstri í sérstakri atkvæðagreiðslu.

Tillögur ríkisstjórans fólu í sér að ríkisútgjöld yrðu dregin verulega saman, sýslumörkum breytt, ráðningarfyrirkomulag kennara yrði með öðrum hætti og að verkalýðsfélögum yrði bannað að nota félagsgjöld í pólitískum tilgangi. Schwarzenegger ávarpaði stuðningsmenn sína að lokinni atkvæðagreiðslunni og sagði engan bilbug á sér að finna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×