Erlent

Fujimori áfram í varðhaldi

Áfram í haldi. Alberto Fujimori fær ekki lausn úr fangelsi í Chile þangað til framsalskrafa hefur borist frá Perú.
Áfram í haldi. Alberto Fujimori fær ekki lausn úr fangelsi í Chile þangað til framsalskrafa hefur borist frá Perú.

Alberto Fujimori, fyrrverandi forseti Perú, verður í varðhaldi í Chile þangað til stjórnvöld í Perú hafa óskað eftir framsali hans til landsins. Þetta var niðurstaða dómstóla í Chile eftir að lögmaður Fujimori fór fram á lausn hans úr varðhaldi en Fujimori var handtekinn við komuna þangað síðastliðinn mánudag.

Fujimori hafði dvalið í fimm ár í útlegð í Japan en þar sem hann hefur einnig japanskt ríkisfang var framsal þaðan óhugsandi. Forseti Perú, Alejandro Toledo, fagnar handtöku Fujimoris en ákærur bíða hans vegna langvarandi spillingar í tíu ára stjórnartíð hans sem forseti Perú. Einnig er talið að hann verði saksóttur fyrir að hafa staðið að baki morðum á tugum uppreisnarmanna í landinu.

Fáir skilja hvað Fujimori gekk til með komu sinni til Chile. Hafði hann áður lofað að taka þátt í komandi kosningum í Perú í apríl á næsta ári þrátt fyrir ákærur þær er bíða hans þar og banni við að taka við nýju embætti í landinu til ársins 2011. Yfirvöld í Perú hafa sextíu daga til að óska framsals Fujimoris.­




Fleiri fréttir

Sjá meira


×