Erlent

Einingartákni stolið í Sviss

Sögulegu 80 kílóa tákni um einingu svissnesku þjóðarinnar hefur verið stolið. Um er að ræða heljarinnar grjóthnullung sem kallaður er Unspunnenstein. Steinaræningjarnir hafa enn ekki sett fram kröfur um lausnargjald, en talið er að þjófarnir séu frönskumælandi íbúar Júrafjalla sem krefjast þess að þeirra svæði verði hluti af frönskumælandi Júrakantónununni en ekki Bernarkantónu þar sem þýska er ráðandi. Starfsmaður á hótelinu þar sem steinninn var til sýnis sá fjóra fíleflda karlmenn bera steininn út og skildu þeir eftir múrstein með merki Júrakantónu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×