Erlent

Óbreyttir borgarar falla í valinn

Nokkur fjöldi óbreyttra borgara hefur fallið í árásum í Írak síðasta sólarhringinn. Í gærkvöld myrtu byssumenn fimm manna fjölskyldu í bænum Samarra, en heimilisfaðirinn mun hafa starfað sem vörður hjá lyfjaverksmiðju í bænum. Þá lést sex ára barn þegar flugskeyti lenti á heimili þessi í bænum Seeniya og einn óbreyttur borgari lést þegar vegsprengja sprakk nærri bíl hans í bæ suður af Bagdad.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×