Erlent

Sprengja sprakk nærri sendiráðsbíl

Tveir starfsmenn sendiráðs Bandaríkjanna í Afganistan særðust lítillega þegar vegsprengja sprakk nærri bílalest þeirra við höfuðborgina Kabúl í dag. Talsmaður sendiráðsins vildi ekki greina frá því hverjir hefðu særst og neitaði að svara því hvor sendiherrann sjálfur, Ronald Neumann, hefði verið í bílalestinni. Fyrr í dag létust fjórir bandarískir hermenn og þrír særðust í sprengjuárás í hinu róstursama Zabul-héraði í suðurhluta Afganistans, en þeir unnu að því að tryggja öryggi á svæðinu fyrir þingkosningar sem fram eiga að fara í Afganistan 18. september næstkomandi. Alls hafa 47 bandarískir hermenn látist í árásum og átökum við uppreisnarmenn í Afganistan á þessu ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×