Erlent

Neitar að hafa vitað af sakleysi

Ian Blair, lögreglustjóri Lundúna, neitar því að hafa vitað að Brasilíumaðurinn sem lögreglan skaut til bana á neðanjarðarlestarstöð fyrir mánuði, hafi verið saklaus, fyrr en sólarhring síðar. Fjölskylda hins látna krefst þess að lögreglustjórinn segi af sér, það geti hreinlega ekki verið að lögreglustjórinn hafi gefið opinberar yfirlýsingar um málið án þess að vera kunnugt um staðreyndir. Fjölskyldunni hafa verið boðnar tæpar tvær milljónir króna í bætur frá lögreglunni en því boði hefur verið hafnað. Charles Clarke, innanríkisráðherra Bretlands, hefur lýst yfir stuðningi við Blair en margir telja það ekki nóg til að hann haldi stöðunni. Málið sé einfaldlega of vandræðalegt fyrir Lundúnalögregluna, einhver verði að axla ábyrgðina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×