Erlent

Landnemar farnir að týnast burt

Landnemar á Vesturbakkanum og Gasa eru farnir að flytja úr húsum sínum, samkvæmt samkomulagi ríkisstjórnar Ariels Sharons og heimastjórnar Palestínumanna um að landnemabyggðir þar skuli yfirgefnar ekki síðar en í haust. Ísraelska ríkisstjórnin hafnaði því á fundi sínum í dag með átján atkvæðum gegn þremur að seinka brottflutningnum um hálft ár, eins og landbúnaðarráðherrann Israel Katz, sem er mjög á móti þeim, lagði til. Sumir eru því þegar farnir að pakka saman og flytja. Fimm fjölskyldur eru þegar fluttar frá Ganim og fimm eru að pakka niður. Reiknað er með að allar fjölskyldurnar nema sjö verði farnar sjálfviljugar áður en fresturinn til þess rennur út um miðjan ágústmánuð, en þá mætir herinn og flytur þá sem eftir eru á brott með valdi ef þarf. Flestar fjölskyldurnar sem ætla að verða eftir eru ekki endilega á móti því að flytja heldur eru þær óánægðar með bæturnar sem þær fá frá ríkisstjórninni. Svipað er uppi á teningnum á Gasaströndinni. Húsin verða síðan rifin í haust.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×