Erlent

Gæði vodkans versnuðu með frelsinu

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, vill að ríkið taki aukna ábyrgð á vodkaframleiðslu þar í landi. Hann segir að eftir að áfengisframleiðsla var gefin frjáls séu gæði vörunnar hreint ekki eins mikil. Léleg gæði á sterku áfengi er mikið vandamál í Rússlandi og talið að drykkja mengaðs áfengis dragi fjörutíu þúsund Rússa til dauða á hverju ári. "Að mínu mati verður þetta vandamál leyst á farsælan hátt með því að kalla eftir því að ríkisstjórnin ákveði ríkiseinokun á áfengisframleiðslu," sagði Pútín.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×