Erlent

Mýsnar syngja ástarsöngva

Mýs eru músíkalskari en áður var talið.
Mýs eru músíkalskari en áður var talið.

Taugasérfræðingar við háskóla í Missouri hafa komist að því að karlkyns mýs syngja undurfagra söngva fyrir þær kvenkyns mýslur sem þeir hafa fellt hug til. Söngvarnir eru hins vegar á svo hárri tíðni að mannseyrað greinir þá ekki.

Vísindamennirnir létu mýsnar þefa af baðmull vættri þvagi sem innihélt kynörvandi ferómóna úr kvenkyns músum. Eftir að hafa hnusað af baðmullinni hófu mýsnar að syngja af öllum lífs og sálarkröftum. Hingað til hefur aðeins verið talið að hvalir, fuglar og apar syngju með þessum hætti en nú bætast mýs í hópinn. Hægt er að hlýða á sönginn á vefsíðu breska blaðsins Guardian á slóðinni www.guardian.co.uk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×