Erlent

Flugeldur sprakk nærri áhorfendum á flugeldasýningu

Sjö börn og fjórir fullorðnir voru fluttir á spítala til aðhlynningar vegna brunasára sem þau hlutu þegar flugeldur sprakk nærri þeim á flugeldasýningu í skemmtigarði á Englandi í gærkvöldi.

Atvikið átti sér stað í skemmtigarði í Kettering í Northamptonshire á Englandi. Alls voru 15.000 manns samankomin til að fylgjast með flugeldasýningunni en atvikið var með þeim hætti flugeldur sprakk og blossi komst að öðrum flugeldum og einn þeirra lenti í hópi áhorfenda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×