Erlent

Óeirðirnar í París færst enn í aukana

Óeirðunum sem geisað hafa í París undanfarna daga virðist ekkert ætla að linna. Þær hafa nú færst í enn fleiri úthverfi borgarinnar en sex dagar er frá því þær hófust. Óeirðirnar blossuðu upp eftir að tveir piltar af innflytjendaættum létust af völdum raflosts þar sem þeir földu sig fyrir lögreglunni í lítilli rafstöð. Í gær var kveikt í tugum bíla í borginni og voru tugir manna handteknir. Innanríkisráðherra Frakka, Nicolas Sarkhozy, reynir nú að fá fólk til að halda sig til hlés en það er eins og að hella olíu á eldinn enda hefur hann kallað innflytjendur hyski. Jacque Chirac Frakklandsforseti mun taka málið upp á ríkisstjórnarfundi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×