Erlent

Ráðist á mosku sjíta í Írak

Að minnsta kosti sjö létust og fimmtán særðust þegar bílsprengja sprakk fyrir utan mosku sjíta í bænum Musayyib í Írak í dag.  Árásin er gerð á lokadegi helgimánaðar múslíma, Ramadan, en árásir á sjíta í mánuðinum hafa verið tíðar. Múslímar búa sig nú undir þriggja daga frí, svokallað Eid, í kjölfar Ramadan en fríið hefst á morgun eða hinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×