Erlent

Safnaði mútum fyrir Saddam

Græddi á Tá og Fingri. Saddam Hussein átti einungis í viðskiptum við þau dönsku fyrirtæki sem greiddu honum ríflega þóknun fyrir.
Græddi á Tá og Fingri. Saddam Hussein átti einungis í viðskiptum við þau dönsku fyrirtæki sem greiddu honum ríflega þóknun fyrir.

Danska utanríkisráðuneytið rannsakar nú ásakanir um að ræðismaður Dana í Jórdaníu hafi haft milligöngu um að færa Saddam Hussein, fyrrverandi einræðisherra í Írak, mútugreiðslur frá dönskum fyrirtækjum á tímum efnahagsþvingana Sameinuðu þjóðanna.

Skýrsla sérstakrar rannsóknarnefndar um olíusöluáætlun Sameinuðu þjóðanna sem var í gildi á árunum 1996-2003 leiddi í ljós að dönsk yfirvöld höfðu sjálf hreinan skjöld hvað viðskipti við Írak áhrærir.

Hins vegar greindi dagblaðið Jyllands-Posten frá því í gær að það hefði gögn undir höndum sem sýndu að ræðismaður Danmerkur í Jórdaníu hafi rukkað dönsk útflutningsfyrirtæki um mútugreiðslur til ríkisstjórnar Saddams Hussein.

Talið er að greiðslurnar hafi numið um tíu prósentum af verðmæti alls útflutnings til Íraks og þær hafi verið innheimtar á árunum 2000-2003, en Sameinuðu þjóðirnar lögðu blátt bann lagt við slíkum greiðslum.

Forystumenn stjórnarandstöðunnar hafa farið fram á að ræðismaðurinn, Tawfiq Amin Kawar, verði leystur frá störfum og krefja Per Stig Møller utanríkisráðherra skýringa á málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×