Erlent

Hrikalegt ástand í Frakklandi

Þrettán hundruð bílar til viðbótar fuðruðu upp í nótt víðs vegar um Frakkland, tíunda óeirðadaginn í röð. Ekkert virðist geta stöðvað brennuvargana, sem nú eru farnir að færa sig inn í miðborg Parísar. Sara M. Kolka býr í París og er stödd í Aulney-sous-Bois, einu þeirra hverfa sem hvað verst hafa orðið úti.

Sara lýsti ástandinu beint í fréttatíma Stöðvar 2. Hún sagði ástandið vera hrikalegt og versna með hverjum deginum og hafi dreyfst til annarra borga í Frakklandi. Sara sagði ástandið vera alvarlegt en stjórnvöld væru að reyna að finna lausnir á vandanum. Enn sem komið væri, væri verið að fjölga lögreglumönnum en margir vildu líkja ástandinu við stríðsástand. Aðrir vilja þó meina að um skrílslæti sé að ræða en leita þurfi lausna til að vinna á vandamálinu. Sara telur að atvinnuleysi og fátækt væru mikil vandamál í úthverfum Parísar og það myndi að hluta til vera útskýring á vandanum en innanríkisráðherra Frakka, Nicolas Zarkozy hefði bætt olíu á eldinn með yfirlýsingum sínum sem væru fordómafullar í garð innflytjenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×