Erlent

Gríðarleg eyðilegging vegna hvirfilbyls í Indiana og Kentucky

Frá Newburgh í Indiana fylki.
Frá Newburgh í Indiana fylki. Mynd/AP
11 manns fórust og yfir hundrað manns slösuðust í miklum hverfilbyl sem fór yfir suðurhluta Indiana fylki og hluta Kentucky fylkis í Bandaríkjunum í nótt. Fjöldi heimilla gjöreyðilagðist og búist er við að tala látinna eigi eftir að hækka en björgunarmenn hafa verið að leita fólks í húsarústunum. Hvirfilbylurinn fór yfir fylkin um klukkan 2 að staðartíma og því voru flestir íbúar sofandi og heyrðu því ekki í viðvörunarsírenunum sem fóru af stað um tíu mínútum áður en hvirfilbylurinn skall á. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×