Erlent

Gríðarleg eyðilegging af völdum hvirfilbylsins

Mynd/AP
Nú er ljóst að 17 manns fórust og um rúmlega hundruð manns eru slasaðir eftir að öflugur hverfilbylur fór yfir suðvesturhluta Indiana fylkis og hluta Kentucky fylkis í Bandaríkjunum í nótt. Ljóst er að eyðileggingin er gríðarleg og fjöldi heimilla eru rústir einar. Um 21.000 manns eru nú án rafmagns á þeim svæðum sem verst urðu úti í hvirfilbylnum.  Búist er við að tala látinna eigi eftir að hækka en björgunarmenn hafa verið að leita fólks í húsarústunum. Hvirfilbylurinn fór yfir fylkin um klukkan 2 að staðartíma og því voru flestir íbúar sofandi og heyrðu því ekki í viðvörunarsírenunum sem fóru af stað um tíu mínútum áður en hvirfilbylurinn skall á. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×